ÞORBJÖRG OG HILMAR ERU SKYLMINGAFÓLK ÁRSINS 2013

Skylmingasamband Íslands hefur útnefnt Þorbjörgu Ágústsdóttur, Skylmingafélagi Reykjavíkur, Skylmingakonu ársins. Á vefsíðu Skylmingasambands Íslands, skylmingar.is, er fjallað um árangur Þorbjargar og Hilmars undanfarið ár. 
 
Þorbjörg sigraði t.d. Ólympíufarann Perez Maurice frá Argentínu með 15 stigum gegn 14, þegar hún vann heimsbikarmótið Cole Cup 2013 í Newcastle. Þorbjörg varð líka Norðurlandameistari kvenna í skylmingum með höggsverði árið 2012 í níunda sinn og svo hafnaði hún í 37. sæti á Evrópumeistaramótinu 2013. 
 
Skylmingamaður ársins var Hilmar Örn Jónsson, Skylmingadeild FH. Þessi ungi skylmingamaður varð Norðurlandameistari í flokki U21, í opnum flokki og í liðakeppni og er þetta annað árið í röð sem Hilmar vinnur þessa flokka, sem er einstakt afrek.
 
Saffran óskar þessu glæsilega íþróttafólki til hamingju með árangurinn og heiðurinn. Þorbjörg er í frábærum hópi íslensks afreksfólks sem hefur notið góðs af Viljastyrk Saffran á árinu og erum við sérstaklega stolt yfir því að hafa fengið að styðja hana í að ná sínum árangri.