App privacy policy

Skilmálar SAFFRAN

Vafrarkökur (e. Cookies) eru smáar textarskrár sem vafrinn þinn sér um að geyma. Þær eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta upplifun notenda á vefsíðum, bæta virkni vefsíðna og til að beina auglýsingum til ákveðinna hópa eða einstaklinga. Vafrakökur geta meðal annars innihaldið texta og númer eða upplýsingar eins og dagsetningar. Þær geyma alla jafna ekki upplýsingar sem auðkenna notendur en geyma upplýsingar eins og hvernig notendur koma inn á vefinn. 
 
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun okkar notenda. Við notum einnig þjónustu frá þriðju aðilum til að mæla umferð um vefinn og birta gestum sérsniðnar auglýsingar og bæta frammistöðu vefsins. Þannig notum við Google Analytics og Facebook Pixel, sem safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá einstökum notendum eða persónuupplýsingum. 
 
Þú getur kosið að loka fyrir vafrakökur í stillingum vafrans sem þú notar. Leiðbeiningar um hvernig það er gert má yfirleitt finna í hverjum vafra fyrir sig.
 
Við geymum einnig kaupsögu tengda tilteknu símanúmeri og getum þannig m.a. boðið upp á að velja það sama og síðast í kaupferlinu ef viðkomandi er skráður inn á vefinn eða Appið okkar.
 
Persónuupplýsingar sem kunna að verða til með notkun þinni á vefnum okkar er unnið með í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar verða ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu.